1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.Mosotorg.is.
Skilmálarnir skilgreina
réttindi og skyldur MosóTorg annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins
vegar.
„Kaupandi“ er einstaklingur með fyrirtækjakennitölu sem er aðili samnings, þ.e. einstaklingur/fyrirtæki sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um
þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu
samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. MosóTorg selur vörur
eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu og í verslun staðsetta í Háholti 14, 270 Mosfellsbæ.
MosóTorg býður einnig kaupanda að fá vöruna
senda heim til sín eða sækja í verslun.
2. Upplýsingar og verð
Verð á vefsvæði og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru
birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. MosóTorg áskilur
sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld,
skemmd eða gölluð. MosóTorg mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og
kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á
að samþykkja eða hafna.
3. Persónuupplýsingar
MosóTorg er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari
persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig MosóTorg umgengst þær
persónuupplýsingar sem við geymum um kaupanda og hvaða réttindi hann á
varðandi upplýsingarnar.
4. Aðgangur
Kaupandi hefur leyfi til að nota Mittvin.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í
samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Esjaspirits setur.
Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup hjá MosóTorg verður það tilkynnt
til lögreglu.
MosóTorg áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að
MosóTorg ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og
persónuupplýsingar við skráningu.
5. Innskráning, pöntun og afhending
Við fyrstu pöntun skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu,
heimilisfang og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu
félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista
mittvin.is Pöntun kaupanda hjá MosóTorg er bindandi þegar hann hefur
staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Mittvin.is er skuldbundið að afgreiða pöntun
kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru í 2. grein þessara skilmála) og sendir kaupanda
staðfestingu með SMS og tölvupósti. Jafnframt sendir MosóTorg kaupanda kvittun/
reikningi þ.e. ef greiðsla berst frá kaupanda. Kaupanda er bent á að kynna sér vel
staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Í kaupferlinu velur kaupandi sér sendingarleið og
sendingartíma. MosóTorg leggur sig fram um að afhenda vöru á réttum tíma til
kaupanda og upplýsir hann með SMS hvenær vara er væntanleg til hans.
6. Yfirferð á vöru
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún
sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að
kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur
að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að senda tilkynningu þess efnis
með tölvupósti eða hafa samband við MosóTorg áskilur
sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 7 daga.
7. Samningurinn
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála okkar.
Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði mittvin.is. Hver kaup eru bindandi fyrir
kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum MosóTorg
8. Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:
● Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín.
Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint
sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir
upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur
með kreditkorti.
● Millifærsla: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu þarf kaupandi að millifæra yfir á
reikning MosóTorg og setja í tilvísun/stutt skýring númer á pöntun. Ef
MosóTorg hefur ekki móttekið greiðslu innan tveggja daga falla kaupin sjálfkrafa
niður.
9. Skilaréttur
MosóTorg skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum
í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur ekki skilað vöru til
okkar, valið nýja eða fengið hana endurgreidda,
9.1 Aðeins er tekið við vörum í óopnuðum umbúðum
Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun
MosóTorg endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu – þ.e. með
bakfærslu á kredit- eða debetkorti, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá okkur
sem kaupandi getur ráðstafað að vild í næstu kaupum.
10. Galli
Ef vara er gölluð erMosóTorg skylt að bjóða kaupanda, nýja vöru, afslátt eða
afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því
að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að
kaupandi varð var við galla. MosóTorg mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst
sem fyrst frá því að galli uppgötvast.
MosóTorg sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. MosóTorg
áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 7 daga.
11. Ábyrgð okkar hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í
lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um
neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ef um er að ræða sölu til
fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup
nr. 50/2000.
12. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign MosóTorg þar til kaupverð er greitt að fullu.
13. Annað
MosóTorg áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði
kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu
okkar telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt
breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið
gefin út.
14. Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má
bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef
allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv.
ákvæðum laga nr. 91/1991.
15. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 6. júní 2024

