Gjafa,- hönnunar - og hannyrðarverslun
Staðbundið fyrirtæki í eigu kvenna
MosóTorg er verslun staðsett í Háholti 14, 270 Mosfellsbæ. Við erum 3 konur sem erum eigendur að versluninni, Ísfold Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Ólína Kristín Margeirsdóttir.
Við vorum allar áður staðsettar í Mosfellsbænum, staðsettar í sitthvoru horninu og við ákváðum að sameinast í eina verslun á besta stað í Mosfellsbænum, alveg við bæjartorgið og þaðan kemur nafnið Mosó Torg.
Hjá okkur færðu alskonar hönnunar og hannyrðarvörur.



Mosó Torg


Instaprent.is | Eigandi
Ólína Kristín Margeirsdóttir
Ólína á og rekur Ljósmyndastofuna Myndó í Þverholti 5 ásamt Instaprent.is Ólína hefur frá því hún var ung stúlka haft ríkan áhuga á ljósmyndun og einkunnar orðin hennar “að fanga minningar á mynd” eru einstaklega lýsandi fyrir vinnubrögð og afköst hennar. Hún er hugmyndarík og meðtækileg fyrir hugmyndum annarra sem leiðir oft til skemmtilegra afkasta.


Foldabassa.is | Eigandi
Ísfold Kristjansdóttir
Folda hefur unun á því að skapa og hanna. Hvort sem það eru boðskort eða heimasíður og markaðsefni.


Sigurbjorg.net | Eigandi
Sigurbjörg Kristmundsd.
Sigurbjörg er eigandi Sigurbjörg hannyrðarverslun ásamt Slikkeri.is
Hún hefur virkilega gaman að því sem tengist sköpun, hvort sem það er með garni eða nammi


