top of page

Gjafa,- hönnunar - og hannyrðarverslun
 

Staðbundið fyrirtæki í eigu kvenna

MosóTorg er verslun staðsett í Háholti 14, 270 Mosfellsbæ. Við erum 3 konur sem erum eigendur að  versluninni, Ísfold Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Ólína Kristín Margeirsdóttir.
 Við vorum allar áður staðsettar í Mosfellsbænum, staðsettar í sitthvoru horninu og við ákváðum að sameinast í eina verslun á besta stað í Mosfellsbænum, alveg við bæjartorgið og þaðan kemur nafnið Mosó Torg. 
Hjá okkur færðu alskonar hönnunar og hannyrðarvörur. 

Mosó Torg

Instaprent.is | Eigandi

Ólína Kristín Margeirsdóttir

Ólína á og rekur Ljósmyndastofuna Myndó í Þverholti 5 ásamt Instaprent.is Ólína hefur frá því hún var ung stúlka haft ríkan áhuga á ljósmyndun og einkunnar orðin hennar “að fanga minningar á mynd” eru einstaklega lýsandi fyrir vinnubrögð og afköst hennar. Hún er hugmyndarík og meðtækileg fyrir hugmyndum annarra sem leiðir oft til skemmtilegra afkasta.

Foldabassa.is | Eigandi

Ísfold Kristjansdóttir

Folda hefur unun á því að skapa og hanna. Hvort sem það eru boðskort eða heimasíður og markaðsefni.

Sigurbjorg.net | Eigandi

Sigurbjörg Kristmundsd.

Sigurbjörg er eigandi Sigurbjörg hannyrðarverslun ásamt Slikkeri.is

Hún hefur virkilega gaman að því sem tengist sköpun, hvort sem það er með garni eða nammi 

Gjafakort

Hvað er betra en að gefa fallegt gjafakort, þar sem viðtakandinn getur valið allt á milli himins og jarðar í verslun MosoTorg

bottom of page